Monday, July 23, 2012

Sniðugar&hagkvæmar hugmyndir!

Nú í spilun: Manfred Mann - Blinded By The Light

Það eru margir hlutir, stórir sem smáir, sem við notum í daglegu amstri án þess að huga að því hversu nothæfir þeir eru í raun og veru! Til að mynda má nota svona plastílát, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan, undir eitthvað annað en morgunkorn og slíkt. Hér hefur einstaklega úrræðasöm manneskja útfært það á gasalega hagnýtan hátt:


Bílarusladallur.. EN sniðugt!

Ósköp venjuleg skrifstofu-klemma kemur að góðum notum í ísskáp.

Þetta finnst mér meiriháttar sniðugt!

Þrátt fyrir að taflkarlarnir séu búnir til úr skrúfuhlutum og taflborðið tússað, er það með  þeim flottari sem ég hef séð!

Brauðmylsnurnar metta sætan fugl í stað þess að enda í ruslinu.

Sama skrifstofuklemma og í ísskápnum.. önnur lausn.

Stelpur.. hversu erfitt hefur það verið i gegnum tíðina að finna ömmuspennur í skúffunum okkar?  Límum segulborða innan á eina skúffuna og málið er leyst!

Þakrenna í stað einnar spítu á borðinu úti á palli og það er komið klakabox í garðpartýið :)

Buxnaherðatré til þess að hengja upp myndir -  kemur þvílíkt vel út!

-SS


No comments:

Post a Comment