Tuesday, July 3, 2012

Fyrsta bloggið!


Nú í spilun: Bon Jovi - Wanted Dead Or Alive



Ég heiti Svanhildur Steinarrsdóttir og er tæplega tvítug stelpa úr Mosfellsbænum. Ég er nýútskrifuð úr MS og á mér stóra drauma. Ég hef fiktað við að teikna frá því að ég man eftir mér, byrjaði að mála í 10.bekk, síðan fór ég að sauma í 1.bekk í menntaskóla og nú er ég komin á fullt í þetta allt saman.
Mér er margt til lista lagt og stefni á að verða einhversskonar hönnuður í framtíðinni. Nú bý ég mig undir að taka fyrsta skrefið í áttina að þessum draumórum mínum. Ég ætla að byrja á að safna saman myndum af verkum eftir mig í möppu, til þess að geta sótt um í einhverjum háskólanum, með þessari setningu að leiðarljósi: "If your dreams don't scare you, they're not big enough"!


 Mig hefur lengi langað til þess að halda uppi tískubloggi og nú hef ég ákveðið, nokkrum fleytifullum tískumynda-möppum og hugmyndum síðar, að láta verða að því.
Ástæðurnar eru þrennar:
  • Sharing is caring.. og því langar mig til þess að deila með ykkur því sem mér þykir flott tíska, hugmyndum mínum, heilræðum og hverju sem mig langar til.
  • Það er hvetjandi fyrir mig að þurfa að halda uppi svona bloggi, leita og finna upp á einhverju nýju og spennandi og þar með fæ ég fleiri hugmyndir og meiri innblástur.
  • Mig langar til þess að koma því sem ég er að gera á framfæri, selja vörurnar mínar og bjóða ykkur aðstoð mína. En bráðum mun ég opna fyrir pantanir á flíkum, málverkum, skartgripum og fleiru!
Endilega fylgisti með :)


Að lokum vil ég mæla með síðunni www.bloglovin.com, sérstaklega fyrir þá sem skoða margar bloggsíður því það getur verið erfitt að halda utan um þær allar. Bloglovin er síða sem heldur utan um þær fyrir þig og þú getur skoðað allar nýjustu færslurnar á eftirlætis bloggunum þínum á einni síðu, virkilega þægilegt!


Kær kveðja, Svanhildur.

No comments:

Post a Comment