Thursday, July 26, 2012

Farðanir

Nú í spilun: Incubus - If Not Now, When?

Ég á engar nýjar förðunarmyndir af sjálfri mér en ég
ákvað samt að láta  nokkrar gamlar  myndir
fylgja þar sem ég hef málað mig fyrir
hefðbundin sem og óhefðbundin tilefni :)
Ég hef einstaklega gaman af því að farða og skoða ég reglulega make-up myndir á netinu. Sjálf byrjaði ég frekar seint að mála mig en þegar það kom að því notaði ég litina óspart er ég fikraði mig áfram fyrir framan spegilinn. Ég hef gert mööörg förðunarmistök í gegnum tíðina, og þá sérstaklega í byrjun menntaskóla, sem ég hef lært mikið af..en í dag tek ég stundum að mér förðunarverkefni og elska að skora á sjálfa mig!

Ég á Grímuballi MS :)

Þegar ég farðaði fyrir lokaverkefni Kamillu og Sirrýjar í hárgreiðslu :D

Farðaði fyrir Lolita tískuvöruverslun

Úr sömu myndatöku og myndin fyrir ofan!


En hér eru nokkrar myndir sem enduðu í förðunar-möppunni minni þegar ég hef verið að vafra um netheiminn:


Það er fátt sem ég elska meira en liti!

Juicy

Svona tvítóna varir finnst mér meiriháttar flott!

The American flag

Einstaklega falleg augnförðun

Væri alveg til í að rokka þennan augnskugga næsta gamlárskvöld!

Matt og sanserað í bland..

Gula litinn er best að nota ef undirstrika á blá augu!

Eyeliner allan hringinn og falleg skygging!


-SS

No comments:

Post a Comment