Thursday, July 12, 2012

R.I.P. Beitan

Nú í spilun: Eddie Murphy - Party All The Time

Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan ég bloggaði síðast.. til að mynda neyddist ég til þess að láta farga fyrsta bílnum mínum, Beitunni, sem hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt undanfarin 2 ár. Nú hef ég verið bíllaus í meira en viku og sakna hennar afar heitt! R.I.P. <3
Þegar mér tókst að keyra útaf veginum á leið okkar Ísoldar í fyrirpartý fyrir busaballið í 2.bekk

Ég keypti mér líka loksins mína eigin saumavél OG overlock-vél.. oo þvílík hamingja! Get ekki beðið eftir að demba mér í saumaskapinn!!

Djö líta nýju gersemarnir mínir vel út innan um akrýl- og fatamálninguna!

Margir vilja samt meina að gömlu einföldu saumavélarnar séu alltaf langbestar.. þessar tæknivæddu saumavélar vilja oft bila svolítið. En hvort sem það sé satt eður ei hef ég alltaf þráð að eiga eina gamla upp á punt!

Þessi hönnun er gullfalleg!

Myndi heldur ekki hata að hafa svona bíl í innkeyrslunni!
-SS

No comments:

Post a Comment