Thursday, July 26, 2012

Farðanir

Nú í spilun: Incubus - If Not Now, When?

Ég á engar nýjar förðunarmyndir af sjálfri mér en ég
ákvað samt að láta  nokkrar gamlar  myndir
fylgja þar sem ég hef málað mig fyrir
hefðbundin sem og óhefðbundin tilefni :)
Ég hef einstaklega gaman af því að farða og skoða ég reglulega make-up myndir á netinu. Sjálf byrjaði ég frekar seint að mála mig en þegar það kom að því notaði ég litina óspart er ég fikraði mig áfram fyrir framan spegilinn. Ég hef gert mööörg förðunarmistök í gegnum tíðina, og þá sérstaklega í byrjun menntaskóla, sem ég hef lært mikið af..en í dag tek ég stundum að mér förðunarverkefni og elska að skora á sjálfa mig!

Ég á Grímuballi MS :)

Þegar ég farðaði fyrir lokaverkefni Kamillu og Sirrýjar í hárgreiðslu :D

Farðaði fyrir Lolita tískuvöruverslun

Úr sömu myndatöku og myndin fyrir ofan!


En hér eru nokkrar myndir sem enduðu í förðunar-möppunni minni þegar ég hef verið að vafra um netheiminn:


Það er fátt sem ég elska meira en liti!

Juicy

Svona tvítóna varir finnst mér meiriháttar flott!

The American flag

Einstaklega falleg augnförðun

Væri alveg til í að rokka þennan augnskugga næsta gamlárskvöld!

Matt og sanserað í bland..

Gula litinn er best að nota ef undirstrika á blá augu!

Eyeliner allan hringinn og falleg skygging!


-SS

Monday, July 23, 2012

Sniðugar&hagkvæmar hugmyndir!

Nú í spilun: Manfred Mann - Blinded By The Light

Það eru margir hlutir, stórir sem smáir, sem við notum í daglegu amstri án þess að huga að því hversu nothæfir þeir eru í raun og veru! Til að mynda má nota svona plastílát, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan, undir eitthvað annað en morgunkorn og slíkt. Hér hefur einstaklega úrræðasöm manneskja útfært það á gasalega hagnýtan hátt:


Bílarusladallur.. EN sniðugt!

Ósköp venjuleg skrifstofu-klemma kemur að góðum notum í ísskáp.

Þetta finnst mér meiriháttar sniðugt!

Þrátt fyrir að taflkarlarnir séu búnir til úr skrúfuhlutum og taflborðið tússað, er það með  þeim flottari sem ég hef séð!

Brauðmylsnurnar metta sætan fugl í stað þess að enda í ruslinu.

Sama skrifstofuklemma og í ísskápnum.. önnur lausn.

Stelpur.. hversu erfitt hefur það verið i gegnum tíðina að finna ömmuspennur í skúffunum okkar?  Límum segulborða innan á eina skúffuna og málið er leyst!

Þakrenna í stað einnar spítu á borðinu úti á palli og það er komið klakabox í garðpartýið :)

Buxnaherðatré til þess að hengja upp myndir -  kemur þvílíkt vel út!

-SS


Friday, July 20, 2012

Fýrar í flottum flíkum!

Nú í spilun: Kimbra - Settle Down

Mér finnst vera kominn tími á litla bloggfærslu fyrir strákana! En tíska er ekki síður mikilvæg fyrir þá! Það er ekki oft sem ég rekst á karlatísku-myndir en hér eru nokkrar sem rötuðu í möppuna mína:
Mér finnst fáránlega flott þegar strákar bera tóbaks-klút um hálsinn líkt og þessi gerir!
Skór með tveimur tungum eru töff!



Mér finnst hálsmenið kannski aðeins og mikið af því góða en flíkurnar eru flottar!

Stutterma gallaskyrtur = hot

Mega nett mynstur

Flott prent..en það sem meira er - TÖFF að vera í öðrum bol innanundir  í áberandi lit sem gægist undan hinum!

Háskólajakki úr leðri

Ohmy, þetta outfit - love it!

Stílhrein og flott jakkaföt!

Skyrtur með hettum er eitthvað sem ég myndi vilja sjá meira af!

-SS

Thursday, July 12, 2012

Nagla-tíska

Nú í spilun: Rolling Stones - Satisfaction

Neglur geta skipt miklu máli þegar litið er á heildar-lúkkið.. naglalökk í neon-litum hafa sést út um allt í sumar en það er um að gera að reyna að gera eitthvað öðruvísi!
Þetta er eitthvað sem mig langar til þess að skarta í vetur..

Mismunandi litir á hverri nögl. Litirnir þurfa samt að vera í svipuðum tónum svo það lúkki vel!

Það getur verið gaman að prófa sig áfram með svona límbandi..

Prófið að búa til heimatilbúið naglaskraut með því að mála litlar myndir með naglalakki á plast-filmu, látið þorna, kroppið af, leggið á ný-lakkaða nögl og setjið svo eina umferð af glæru lakki yfir :)
Ég ákvað að lakka hlébarðamynstur í öðruvísi litum!


Galaxy-print er inn!

Rihanna og vinkonur hennar á rauða dreglinum eru nánast allar með svona oddhvassar neglur í dag..

..enda þvílíkt flott!

Geðveikt gyllt, metal naglalakk!

Ekkert smá flott mynstur! Ég gerði einusinni svona með bláum og hvítum lit.. það kom líka einstaklega vel út!

Bara smááá mission..

-SS

R.I.P. Beitan

Nú í spilun: Eddie Murphy - Party All The Time

Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan ég bloggaði síðast.. til að mynda neyddist ég til þess að láta farga fyrsta bílnum mínum, Beitunni, sem hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt undanfarin 2 ár. Nú hef ég verið bíllaus í meira en viku og sakna hennar afar heitt! R.I.P. <3
Þegar mér tókst að keyra útaf veginum á leið okkar Ísoldar í fyrirpartý fyrir busaballið í 2.bekk

Ég keypti mér líka loksins mína eigin saumavél OG overlock-vél.. oo þvílík hamingja! Get ekki beðið eftir að demba mér í saumaskapinn!!

Djö líta nýju gersemarnir mínir vel út innan um akrýl- og fatamálninguna!

Margir vilja samt meina að gömlu einföldu saumavélarnar séu alltaf langbestar.. þessar tæknivæddu saumavélar vilja oft bila svolítið. En hvort sem það sé satt eður ei hef ég alltaf þráð að eiga eina gamla upp á punt!

Þessi hönnun er gullfalleg!

Myndi heldur ekki hata að hafa svona bíl í innkeyrslunni!
-SS

Wednesday, July 4, 2012

Tvö listaverk

Nú í spilun: Leona Lewis - I See You (Avatar Soundtrack)

Mér finnst fátt skemmtilegra en að mála.. hvort sem það er á andlitið á mér eða á striga!

Þarna hafði ég nýlokið við fyrstu prófraun, en ég mætti daginn eftir blá frá toppi til táar á grímuball MS árið 2010
Þetta málaði ég handa pabba sem er mikill Avatar aðdáandi,  rétt eins og ég :)


Ég mun blogga almennilega seinna í kvöld lömbin mín!
-SS