Wednesday, October 3, 2012

Mögnuð make-up!

Nú í hlustun: Ásgeir Trausti - Leyndarmál

Ástkær vinkona mín, Sigrún Eyfjörð, benti mér á kliiiiiiiiiiikkað blogg! Förðunarfræðingurinn og margverðlaunaði tískubloggarinn Linda Hallberg heldur því uppi með mögnuðum make-up myndum. Linda fær nýjar snyrtivöru-línur löngu áður en þær lenda í verslunum og er búin að posta myndum nánast um leið! Slóðin er: http://nyheter24.se/modette/lindahallberg/ og hér eru nokkrar myndir af mínum eftirlætis förðunum eftir hana:

Litagleði, bæði með augnfarða og linsum!

Fallegasta fjólubláa förðun sem ég hef séð!

Ég elska hvernig hún hækkar augnbeinið með fagmannlegum skyggingum!

Þvílíkt fallegir augnskuggar sem hún á!

Þessi augnförðun er mögnuð! Hvíti eyelinerinn í vatnslínunni opnar augun rosalega!

Smá fantasy-fílingur - geðveikt!

-SS

No comments:

Post a Comment