Monday, September 10, 2012

Notaðu heiminn!

Nú í spilun: Ásgeir Trausti - Leyndarmál

Ég rakst á bloggfærslu fyrir löngu síðan með myndum af allskonar skemmtilegum útfærslum af því hvernig hægt er að notfæra sér landakort á annan hátt en þeim er ætlað. Þetta eru til dæmis mjööög sniðugar gjafir fyrir ferðalanginn.. eða bara í eigin heimahúsi - ég held nú að langflestum finnist gaman að ferðast og ættu því að kunna að meta þetta :)



Landakort sem gjafapappír - jafnvel utan um þær gjafir sem maður ætlar að færa fjölskyldu&vinum, þegar maður kemur heim frá útlöndum (:

Í staðinn fyrir upplýstan hnött er hægt að búa til lampaskerm úr landakorti - 2 in 1

Það er bæði hægt að gera þetta bara upp á punt, þar sem þetta er þvílíkt flott.. eða líka búa til lítið skatthol sem inniheldur minningargripi frá landinu sem límt hefur verið framan á hverja skúffu.

Þessi orð eru sönn!

Gefðu gamalli mublu nýtt líf!

Bæði flott og sniðugt - kastaðu teningnum og farðu á þann áfangastað sem snýr upp!

Búðu til umslag úr landakorti af þeim stað sem þú ert á og sendu vinum&vandamönnum.

Ef ég væri með svona heima hjá mér myndi ég eflaust loksins læra staðsetningar landanna í heiminum!

Götur Parísar á bókstöfunum sjálfum.

Cool!

Ferðalagið er áfangastaðurinn!

-SS





No comments:

Post a Comment